Elti innbrotsþjóf með öxi og Rottweiler-tík 16. mars 2011 08:30 Lúðvík Kjartan Kristjánsson og tíkin París náðu innbrotsþjófi sem reyndi að komast undan úr Veiðiportinu. Tómas Skúlason, eigandi verslunarinnar, hugar að skemmdum á hurðinni. Fréttablaðið/GVA „Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
„Adrenalínið tók völdin," segir Lúðvík Kjartan Kristjánsson, sem um þarsíðustu helgi elti tvo innbrotsþjófa frá Veiðiportinu á Grandagarði. Lúðvík segir að hann hafi lagt sig á vinnustofu sinni fyrir ofan Veiðiportið þegar hann heyrði mikla háreysti milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt sunnudags. „Það var eins og verið væri að berja járni í gler við hurðina að stigaganginum hjá mér en ég sá ekkert þegar ég gáði fram. Um leið og ég kom aftur inn til mín heyrði ég brothljóð og viðvörunarkerfið fór í gang í búðinni. Ég stökk þá í skó, kippti með mér exi úr verkfærakassanum og tók Rottweiler-hundinn minn með hér. Þegar ég kom út sá ég tvo innbrotsþjófa á flótta," lýsir Lúðvík atburðarásinni. Hundur Lúðvíks er fjögurra ára gömul verðlaunatík sem gegnir nafninu París og er tæp sextíu kíló. Óárennilegur gripur en vel þjálfaður af eigandanum. Lúðvík sigaði París á þann þjófinn sem nær honum var. „Hundurinn náði þjófnum upp við vegg og urraði á hann til að passa að hann færi ekki neitt enda hallaði hann sér bara upp að veggnum og lyfti upp höndum. Þá gekk ég með hann upp í 10-11 á Seljavegi og bað öryggisvörð að taka við honum og hringja á lögregluna. Síðan hljóp ég út til að ná hinum þjófinum en hann var þá horfinn með vöðlur úttroðnar af þýfi," segir Lúðvík. Þegar Lúðvík og París komu aftur í 10-11 var fyrri þjófurinn að ganga þaðan út. „Ég fór með hann aftur inn í búðina en þá gerði öryggisvörðurinn bara athugasemd við að ég væri með exi inni í búðinni. Ég var ekki að fara að hlaupa út án þess að vera með neitt í höndunum gegn svona mönnum og útskýrði það fyrir honum áður en ég bað hann aftur um að gjöra svo vel að hringja á lögregluna og leyfa ekki manninum að fara." Lúðvík fór við svo búið aftur að Veiðiportinu. Þar var mættur öryggisvörður sem hringdi í lögregluna. „Þegar lögreglan kom í 10-11 var þar enginn innbrotsþjófur. Öryggisvörðurinn þar kvartaði bara undan manni sem hefði verið þar inni með exi," segir Lúðvík. Þegar lögreglan kom í Veiðiportið og Lúðvík heyrði lýsinguna á manninum úr 10-11 sagði hann þeim að þeir þyrftu ekki að leita langt því hann stæði fyrir framan þá. „Þeir hlógu að þessu en þökkuðu mér og París fyrir því þeir gátu þekkt manninn af eftirlitsmyndavélum í 10-11. Þetta er maður sem þeir kannast vel við." Lúðvík segir adrenalínið einfaldlega hafa rekið hann áfram til að elta þjófana. „Svo fær maður dálítinn aukakraft af því að vera með Rottweiler við hliðina á sér." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira