Langur kafli ævinnar að baki 16. mars 2011 05:30 Þórir kvaddi marga trausta viðskiptavini í Vísi í gær. Í þeim hópi var Sigurveig Káradóttir. Hún hefur skipt lengi við Þóri og fyrir nokkrum árum urðu viðskiptin gagnkvæm þegar hún hóf að framleiða hollustukökur sem seldar eru í Vísi og víðar. Fréttablaðið/GVA Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs
Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira