Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi 17. mars 2011 07:00 stefán Þór Þorgeirsson Stefán hefur undirbúið Japansför sína í tæp tvö ár, en nú hefur AFS tekið fyrir allar skiptinemaferðir til landsins næsta hálfa árið.fréttablaðið/valli „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira