Draumurinn rættist 18. mars 2011 04:00 Góður dagur Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, og Tryggvi Jón eftir sigurleik liðsins gegn Arsenal á laugardaginn var.Mynd úr einkasafni Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heimavöll uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdóttir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara krókaleiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Einarssyni, formanni Blindrafélagsins, og nokkrum styrktaraðilum sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoðarmenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoðarmanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörður Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira