Ásinn Týr í uppáhaldi 23. mars 2011 16:33 Ívan Breki Guðmundsson sökkti sér ofan í bók um ásatrú og tók eftir það þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. Mynd/Thelma Hjaltadóttir „Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat Fermingar Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
„Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat
Fermingar Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira