Borgaraleg ferming vinsæll valkostur 23. mars 2011 16:33 Börn sem hljóta borgaralega fermingu fá kennslu í siðfræði, gagnrýnni hugsun og lífsleikni. Nordicphotos/Getty Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve Fermingar Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve
Fermingar Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Baltasar Samper látinn Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira