Lagfæra brotalamir í ættleiðingarlöggjöf 31. mars 2011 06:45 Ættleitt Fjölmargar tillögur um úrbætur á lögum um ættleiðingar eru í nýlegri úttekt sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið.Nordicphotos/AFP Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira