Skuldir óreiðumanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á: 1. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna (fyrrum eigenda Landsbankans). Icesave 3 snýst ekki um það. Samningurinn snýst um að borga lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá íslenskum bönkum, skv. íslenskum lögum. Okkur þykir sjálfsagt, að stjórnvöld tryggi innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum. Ríkisstjórnin gerði það í nafni neytendaverndar. Ella hefðum við þurft að borga skuldir óreiðumanna með sparifé okkar. Ef ríkisstjórnin neitar að gera það sama varðandi útibú íslenskra banka í útlöndum, verðum við einfaldlega dæmd til að gera það. Upphæðin, sem þá verður krafist, er tvöfalt hærri en lágmarkstryggingin skv. Icesave 3, að sögn Lee Buchheits, aðalsamningamanns. Ef við segjum nei við Icesave 3, verður dómstólaleiðin farin. Þá verða gerðar ýtrustu kröfur um vexti, greiðslutíma og kjör. Þá er víst, að eignir Landsbankans munu ekki hrökkva fyrir reikningnum. Þar með yrðum við dæmd til að borga skuldir óreiðumanna. 2. Það er engin lagaskylda að borga. Hið rétta er, að það er engin ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. Tryggingasjóðnum ber hins vega skylda til að standa við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda. Þar brugðust íslensk stjórnvöld eftirlitsskyldu sinni. Þeim mátti ljóst vera, að tryggingasjóðurinn var því sem næst tómur. Íslenskum stjórnvöldum bar því skylda til að grípa til ráðstafana til að tryggja, að skuldbindingar sjóðsins lentu ekki á íslenska ríkinu (þ.e. skattgreiðendum). Það gerðu Norðmenn, félagar okkar í EES. Þeir innleiddu sömu lög og við um lágmarkstryggingu sparifjáreigenda hjá norskum bönkum, sem starfa víða um heim. En þeir settu eitt skilyrði: Norski tryggingasjóðurinn tryggir bara innistæður í norskum krónum. Þar af leiðir, að norskir bankar í útlöndum verða að starfa þar sem dótturfyrirtæki (ekki útibú). Þar með eru þeir undir eftirliti og á ábyrgð tryggingasjóða í gistiríkinu. Þess vegna er ekkert Icesave í Noregi. Norsk stjórnvöld gerðu skyldu sína. Íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum. Það gerir gæfumuninn. Þá sem bregðast lögbundnum skyldum sínum, má sækja til saka. Niðurstaðan: Ef við höfnum Icesave 3, verðum við dæmd til að borga Icesave 4 – skuldir óreiðumanna. Það mun reynast okkur dýrkeypt. Við tryggjum ekki eftir á.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun