Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi hvor fyrir að stela tólf slökkvitækjum.
Mennirnir stálu tækjunum úr Múlagöngum og Héðinsfjarðargöngum í nóvember á síðasta ári. Þeir tóku tækin á leiðinni milli Dalvíkur og Siglufjarðar og gerðu sér að leik að sprauta úr nokkrum þeirra.
Hvorugur hafði gerst brotlegur við lög áður. Refsing þeirra er skilorðsbundin í tvö ár.- jss
Tveir stálu tólf slökkvitækjum
