Lífskjarasóknin er hafin 7. maí 2011 08:00 Þáttaskil hafa nú orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar, er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraraðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikilvægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn. Með kjarasamningunum, og þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hét að beita sér fyrir á grundvelli þeirra, eru launafólki, lífeyrisþegum og atvinnulausum tryggðar verulegar kjarabætur og stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Samhliða auknum kjarabótum fela samningarnir í sér skuldbindingu ríkissjóðs um að fara í verulegar aðgerðir til stóreflingar velferðarkerfisins og örvunar í hagkerfinu. Góður árangur ríkisstjórnarinnar við stjórn ríkisfjármála og árangursríkar aðgerðir síðastliðin tvö og hálft ár sem dregið hafa stórlega úr hallarekstri ríkissjóðs gerir það að verkum að hann er í stöðu til að standa að baki launamönnum og atvinnulífi með umfangsmiklum aðgerðum. Með því skapast góð hagvaxtarskilyrði, bætt lífskjör og betra samfélag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamningana er viðamikil en helstu atriðin eru þessi: Betri kjör – aukin menntun – meiri velferðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.Bætur almannatrygginga verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Fjármögnun fæðingarorlofssjóðs verður tryggð og staða sjóðsins styrkt. Persónuafsláttur verður hækkaður og verðbættur frá og með 2012. Tekju– og eignatengingar barna- og vaxtabóta verða endurskoðaðar. Árleg framlög til menntakerfisins alls verða aukin um tæpa tvo og hálfan milljarð króna. Heildstætt nám í fjarkennslu verður í boði á framhaldsskólastigi. Sköpuð verða námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu. Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verður fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 þannig að heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem njóta slíkra úrræða tvöfaldist. Lögum um vinnumarkaðsaðgerðir verður breytt á þann hátt að bótatímabil einstaklinga í starfstengdum úrræðum verður ekki skert. Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Í hann verða lagðar 300 milljónir króna á ári næstu þrjú árin. Gerðar verða breytingar á lögum til að tryggja réttindi launafólks við aðilaskipti á fyrirtækjum er varða launakjör, starfsskilyrði og vernd gegn uppsögnum. Lögum um opinber innkaup verður breytt til þess að tryggja betur réttindi starfsmanna þeirra sem selja vöru og þjónustu til ríkissjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður verður efldur. Nýtt húsnæðisbótakerfi útfært. Til viðbótar þessum kjarabótum hefur þegar verið ákveðið að greiða 18 milljarða króna í vaxtabætur fyrir árin 2011 og 2012 sem gerir í heild 36 milljarða króna. Aðgerðum vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja verður fylgt eftir af festu. Örvun atvinnulífsins – sókn í atvinnumálumStöðugleiki á vinnumarkaði og í efnahagslífi verður tryggður með kjarasamningum til þriggja ára. Atvinnuleysi á að lækka í 4-5% á samningstímanum. Útgjöld vegna opinberra framkvæmda verða aukin um 13 milljarða til ársloka 2012. Á fjárlögum 2011 er gert ráð fyrir 21 milljarði króna í opinberar framkvæmdir. Atvinnutryggingagjald fyrirtækja verður lækkað úr 3,81% niður í allt að 2,15% á samningstímabilinu í takt við þróun atvinnuleysis. Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögur til lagabreytingar á vorþingi sem miðar að einfaldara og bættu skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Ný fjárfestingaráætlun miðar að því að auka fjárfestingar úr 13% af landsframleiðslu í 20% á tímabilinu. 300 milljónum króna verður varið árlega næstu þrjú árin til markaðssetningar erlendis á Íslandi sem eftirsóknarverðum ferðamannastað. Rammaáætlun og vatnalög verða afgreidd fyrir næsta vetur. Stefnt að a.m.k tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði. Átakið allir vinna framlengt, a.m.k út árið 2012. Efnt til klasasamstarfs og samkeppnissjóðir á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála efldir. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efldur til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og Tækniþróunarsjóði gert kleift að aðstoða fyrirtæki í hugbúnaðar- og hátækni til að auka útflutning. Nýtum sóknarfærinHér er aðeins drepið á helstu sóknarfærin sem nýgerðir kjarasamningar og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar fela í sér fyrir land og þjóð. Stóra tækifærið fyrir Ísland, bæði fyrirtækin, heimilin og okkur öll sem þjóð, liggur hins vegar í því að nýta þau þáttaskil sem nú eru orðin í þróun efnahagslífins og í endurreisnarstarfinu frá hruni til að sækja sameiginlega fram. Segjum nú skilið við hugarfar kreppu og hruns, horfum bjartsýnum augum á þá óþrjótandi möguleika sem Ísland býður upp á og tökum til hendinni við uppbyggingarstarfið. Nú eru sóknarfærin svo sannarlega til staðar og okkar allra er að nýta þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Þáttaskil hafa nú orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar, er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraraðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikilvægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn. Með kjarasamningunum, og þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hét að beita sér fyrir á grundvelli þeirra, eru launafólki, lífeyrisþegum og atvinnulausum tryggðar verulegar kjarabætur og stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Samhliða auknum kjarabótum fela samningarnir í sér skuldbindingu ríkissjóðs um að fara í verulegar aðgerðir til stóreflingar velferðarkerfisins og örvunar í hagkerfinu. Góður árangur ríkisstjórnarinnar við stjórn ríkisfjármála og árangursríkar aðgerðir síðastliðin tvö og hálft ár sem dregið hafa stórlega úr hallarekstri ríkissjóðs gerir það að verkum að hann er í stöðu til að standa að baki launamönnum og atvinnulífi með umfangsmiklum aðgerðum. Með því skapast góð hagvaxtarskilyrði, bætt lífskjör og betra samfélag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamningana er viðamikil en helstu atriðin eru þessi: Betri kjör – aukin menntun – meiri velferðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.Bætur almannatrygginga verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir. Fjármögnun fæðingarorlofssjóðs verður tryggð og staða sjóðsins styrkt. Persónuafsláttur verður hækkaður og verðbættur frá og með 2012. Tekju– og eignatengingar barna- og vaxtabóta verða endurskoðaðar. Árleg framlög til menntakerfisins alls verða aukin um tæpa tvo og hálfan milljarð króna. Heildstætt nám í fjarkennslu verður í boði á framhaldsskólastigi. Sköpuð verða námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu. Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verður fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 þannig að heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem njóta slíkra úrræða tvöfaldist. Lögum um vinnumarkaðsaðgerðir verður breytt á þann hátt að bótatímabil einstaklinga í starfstengdum úrræðum verður ekki skert. Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Í hann verða lagðar 300 milljónir króna á ári næstu þrjú árin. Gerðar verða breytingar á lögum til að tryggja réttindi launafólks við aðilaskipti á fyrirtækjum er varða launakjör, starfsskilyrði og vernd gegn uppsögnum. Lögum um opinber innkaup verður breytt til þess að tryggja betur réttindi starfsmanna þeirra sem selja vöru og þjónustu til ríkissjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður verður efldur. Nýtt húsnæðisbótakerfi útfært. Til viðbótar þessum kjarabótum hefur þegar verið ákveðið að greiða 18 milljarða króna í vaxtabætur fyrir árin 2011 og 2012 sem gerir í heild 36 milljarða króna. Aðgerðum vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja verður fylgt eftir af festu. Örvun atvinnulífsins – sókn í atvinnumálumStöðugleiki á vinnumarkaði og í efnahagslífi verður tryggður með kjarasamningum til þriggja ára. Atvinnuleysi á að lækka í 4-5% á samningstímanum. Útgjöld vegna opinberra framkvæmda verða aukin um 13 milljarða til ársloka 2012. Á fjárlögum 2011 er gert ráð fyrir 21 milljarði króna í opinberar framkvæmdir. Atvinnutryggingagjald fyrirtækja verður lækkað úr 3,81% niður í allt að 2,15% á samningstímabilinu í takt við þróun atvinnuleysis. Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögur til lagabreytingar á vorþingi sem miðar að einfaldara og bættu skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga í rekstri. Ný fjárfestingaráætlun miðar að því að auka fjárfestingar úr 13% af landsframleiðslu í 20% á tímabilinu. 300 milljónum króna verður varið árlega næstu þrjú árin til markaðssetningar erlendis á Íslandi sem eftirsóknarverðum ferðamannastað. Rammaáætlun og vatnalög verða afgreidd fyrir næsta vetur. Stefnt að a.m.k tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði. Átakið allir vinna framlengt, a.m.k út árið 2012. Efnt til klasasamstarfs og samkeppnissjóðir á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála efldir. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efldur til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og Tækniþróunarsjóði gert kleift að aðstoða fyrirtæki í hugbúnaðar- og hátækni til að auka útflutning. Nýtum sóknarfærinHér er aðeins drepið á helstu sóknarfærin sem nýgerðir kjarasamningar og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar fela í sér fyrir land og þjóð. Stóra tækifærið fyrir Ísland, bæði fyrirtækin, heimilin og okkur öll sem þjóð, liggur hins vegar í því að nýta þau þáttaskil sem nú eru orðin í þróun efnahagslífins og í endurreisnarstarfinu frá hruni til að sækja sameiginlega fram. Segjum nú skilið við hugarfar kreppu og hruns, horfum bjartsýnum augum á þá óþrjótandi möguleika sem Ísland býður upp á og tökum til hendinni við uppbyggingarstarfið. Nú eru sóknarfærin svo sannarlega til staðar og okkar allra er að nýta þau.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun