Styrkja á sáttaferlið í forræðisdeilum 11. maí 2011 03:00 Barnalög Breytingar á barnalögum eiga að styðja réttarstöðu barna. Nordicphotos/getty Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira