Vilja auka útflutning lambakjöts um rúmlega helming 12. maí 2011 05:45 Þverárfellsréttir Evrópusambandið flytur inn nálægt 300 þúsund tonnum af kjöti árlega og því myndi rúmlega tvö þúsund tonna aukning innflutnings héðan ekki vera nema sem dropi í hafið.Fréttablaðið/Valli Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira