Golfheimurinn syrgir mikinn meistara 12. maí 2011 03:00 Goðsögn Seve Ballesteros verður lengi minnst fyrir afrek sín og frammistöðu á golfvellinum. Hér er hann í sveiflu á Wentworth árið 1978 þar sem hann var nær einráður um árabil á heimsmótinu í holukeppni.NordicPhotos/Getty Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira