Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna 12. maí 2011 06:15 Breytingar Útvegsmenn segja lítið vit í að draga hundruð báta á sjó til strandveiða á meðan atvinnumenn í greininni sitji atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. Fréttablaðið/stefán Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira