Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna 12. maí 2011 06:15 Breytingar Útvegsmenn segja lítið vit í að draga hundruð báta á sjó til strandveiða á meðan atvinnumenn í greininni sitji atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. Fréttablaðið/stefán Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira