Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild 13. maí 2011 03:30 Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. Í skýrslunni var leitast við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að sambandinu. Í skýrslunni kemur fram að við aðild og gefnar forsendur yrði líkast til engin breyting á verði dilka- eða nautakjöts til neytenda, en líklegt væri að mjólk myndi lækka í verði um 56 prósent, svínakjöt um 35 prósent, egg um 59 prósent og kjúklingur um 73 prósent. Við aðild myndu nær allar hömlur á út- og innflutningi landbúnaðarafurða falla niður hvað ríki ESB varðaði. Verðfall kjúklingakjöts myndi því eflaust valda samdrætti í neyslu kindakjöts hér á landi. „Ekki er hins vegar ástæða til að ætla að samdráttur leiði til lækkunar á verði kindakjöts, enda eru útflutningsmöguleikar íslenskra sauðfjárbænda umtalsverðir til lengri tíma litið eins og þróun undangenginna ára hefur sýnt,“ segir í skýrslunni. „Samdráttur í sölu innanlands myndi því að öllum líkindum leiða til aukins útflutnings en ekki verðlækkana.“ Í bakgrunnsskýrslunni kemur einnig fram að breyting á styrkjaumhverfi sem yrði við aðild Íslands að ESB í „finnsku samningsumhverfi landbúnaðarmála“ myndi engu breyta um afkomu sauðfjárbænda. „Norðurslóðastuðningur kæmi þar til viðbótar og myndi gera afkomu þeirra umtalsvert betri en nú er,“ segir þar. Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. Í skýrslunni var leitast við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að sambandinu. Í skýrslunni kemur fram að við aðild og gefnar forsendur yrði líkast til engin breyting á verði dilka- eða nautakjöts til neytenda, en líklegt væri að mjólk myndi lækka í verði um 56 prósent, svínakjöt um 35 prósent, egg um 59 prósent og kjúklingur um 73 prósent. Við aðild myndu nær allar hömlur á út- og innflutningi landbúnaðarafurða falla niður hvað ríki ESB varðaði. Verðfall kjúklingakjöts myndi því eflaust valda samdrætti í neyslu kindakjöts hér á landi. „Ekki er hins vegar ástæða til að ætla að samdráttur leiði til lækkunar á verði kindakjöts, enda eru útflutningsmöguleikar íslenskra sauðfjárbænda umtalsverðir til lengri tíma litið eins og þróun undangenginna ára hefur sýnt,“ segir í skýrslunni. „Samdráttur í sölu innanlands myndi því að öllum líkindum leiða til aukins útflutnings en ekki verðlækkana.“ Í bakgrunnsskýrslunni kemur einnig fram að breyting á styrkjaumhverfi sem yrði við aðild Íslands að ESB í „finnsku samningsumhverfi landbúnaðarmála“ myndi engu breyta um afkomu sauðfjárbænda. „Norðurslóðastuðningur kæmi þar til viðbótar og myndi gera afkomu þeirra umtalsvert betri en nú er,“ segir þar.
Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira