Rannsaka vinnubrögð siðanefndar HÍ í máli Vantrúar 13. maí 2011 05:15 Háskóli Íslands Talsverðrar ólgu hefur gætt í skólanum vegna málsins, ekki síst undanfarnar vikur og mánuði.fréttablaðið/stefán Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira