Getum hætt í Schengen-samstarfinu 14. maí 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Ráðherra segist ánægður með áform innanríkisráðherra ESB um framtíð Schengen-samstarfsins og vill að þjóðríkin geti haft frjálsari hendur til að sinna landamæraeftirliti gagnvart glæpagengjum og dæmdum mönnum.Fréttablaðið/stefán „Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira