Verðtrygging - deyfilyf stjórnvalda 19. maí 2011 10:00 Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun