Trier málar sig út í horn í Cannes 20. maí 2011 08:00 Tilraun Lars Von Trier til að gantast með nasisma, Adolf Hitler og Albert Speer misheppnaðist algjörlega og hefur honum verið vísað heim frá Cannes. Hann hefði betur haldið fyrir munninn á sér. Nordic Photos/Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira