Trier málar sig út í horn í Cannes 20. maí 2011 08:00 Tilraun Lars Von Trier til að gantast með nasisma, Adolf Hitler og Albert Speer misheppnaðist algjörlega og hefur honum verið vísað heim frá Cannes. Hann hefði betur haldið fyrir munninn á sér. Nordic Photos/Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira