Borgarráð, börnin og trúin 21. júní 2011 06:00 Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heilbrigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsóknir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upplýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem foreldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlutverk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heilbrigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsóknir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upplýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem foreldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlutverk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar