Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir 15. júlí 2011 06:00 búfé Krafa um starfsleyfi nær meðal annars til sauðfjárbænda, hrossabænda og þeirra sem reka þjónustu fyrir dýr, svo sem tamningamanna og æfingastöðva fyrir hross, sem sprottið hafa upp á síðustu árum. fréttablaðið/vilhelm Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00
Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30