Tímarammi þyrlukaupa skýrist brátt 20. ágúst 2011 05:00 Ögmundur Jónasson Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira