Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann 20. ágúst 2011 09:00 Fá ekki að hitta Jóhönnu Craig Murray og Darryl Brown, Frostrósa-aðdáendurnir, fá ekki að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur ef marka má aðstoðarmann hennar. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir marga samkynhneigða vera óánægða með hversu lítinn þátt forsætisráðherra hafi tekið í réttindabaráttunni eftir að hún tók við sínu embætti. „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
„Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira