Skriplað á skötu Guðmundur Páll Ólafsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun