Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi 23. ágúst 2011 06:30 Guðrún Ögmundsdóttir Formaður fagráðs innanríkisráðuneytis segir nauðsynlegt að festa meðferð á kynferðisbrotum innan trúfélaga í lögum.fréttablaðið/e.ól. Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira