Skólastjórinn er svartsýnn 23. ágúst 2011 05:00 Hilmar Oddsson Eignarhaldið virðist standa í vegi fyrir lausn á vanda Kvikmyndaskóla Íslands, segir skólastjórinn, sem kveður menntamálaráðuneytið hafa hafnað tillögu um breytt eignarhald.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira