Nú er nóg komið! Kristín Elfa Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar