Nemendafélög í grunnskólum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar