
Lausnin á skuldum heimilanna er forgangsmál
Það er auðvitað leitt að missa góðan mann úr þingflokknum en við Guðmundur ræddum saman og hann fór vel yfir ástæður sínar. Það er augljóst að hann hefur tekið ákvörðun sína að vel athuguðu máli og þetta er því miður niðurstaða hans. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Um leið og ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og þakka honum kærlega fyrir samstarfið vonast ég til að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans.
Við verðum að setja fólkið og heimilin í forgangEn Evrópumál og flokkadrættir vegna þeirra eru ekki það sem Íslendingar, innan Alþingis og utan, þurfa að leggja höfuðáherslu á nú á haustmánuðum. Skuldavandi heimilanna er orðinn slíkur að vart verður við ráðið lengur. Það hlýtur að vera forgangsverkefni okkar allra að leysa fólkið í landinu úr böndum húsnæðisskulda og atvinnuleysis.
Árið 2009 var því spáð að nú, tveimur árum seinna, yrði botni kreppunnar náð og að heimilin og fyrirtækin í landinu myndu geta greint ljósið við enda ganganna. Í dag er það öðru nær. Atvinnuleysi mælist enn rúmlega 6 prósent, næstum jafn mikið og í upphafi árs 2009. Engar afgerandi lausnir bjóðast á húsnæðisskuldum heimilanna og ekki hefur verið ráðist í neinar almennar aðgerðir til skuldaniðurfellingar, sem kæmu þeim best sem mest þurfa á þeim að halda. Sú leið sem ríkisstjórnin boðaði eftir fjöldamótmæli í október 2010, hin svokallaða 110% leið, hækkar nú að líkindum í 130% leið vegna efnahagslegrar óstjórnar og óþarfra vaxtahækkana sem ekki sér fyrir endann á.
"Eftir tvö ár verður botninum náð.“Þegar ríkisstjórnin tók við völdum 2009 bauð hún upp á að næstu tvö ár yrðu erfið en að þeim loknum yrði séð til lands, Tekið yrði á skuldavandanum, fjárhagur heimilanna myndi vænkast og atvinnulífið taka við sér. Í krafti þessa loforðs hefur fólkið í landinu þolað skattahækkanir og niðurskurð sem áttu að fjármagna erlend lán ríkisins og loka fjárlagagatinu. Þessi tvö ár eru liðin en gatið er enn risastórt. Þetta plan hefur ekki virkað. Nú í haust mun ríkisstjórnin samt aðeins bjóða heimilunum upp á meira af því sama. Meiri skattahækkanir. Meiri niðurskurður. Engin atvinnuuppbygging, engin fjárfesting og engin lausn á skuldavanda heimilanna.
Þeir sem gátu í tvö ár haldið rekstri heimilisins á floti með því að nýta ævisparnað sinn, með snemmbærri úttekt lífeyrissparnaðar eða með söfnun kreditkortaskulda eru nú þremur árum frá hruni komnir að enda vegarins. Það er ekkert eftir til að ná endum saman. Afborganir falla ógreiddar á gjalddaga, bankarnir ganga sífellt harðar fram í innheimtu þrátt fyrir fögur loforð um annað, daglegur rekstur heimilisins verður mjög erfiður og brátt ómögulegur. Fleiri og fleiri missa húsnæðið, fjárhagsvandinn leggst sem mara á sambönd fólks og fjölskyldur flosna upp. Þetta má ekki halda svona áfram. Við sem vinnum í stjórnmálum verðum að átta okkur sameiginlega á því að heimilin þola ekki meira. Við verðum að þora að viðurkenna að það er þörf á nýrri nálgun.
Verður hlustað á okkur í haust?Framsókn lagði fyrir tveimur árum fram ítarlegar efnahagstillögur, þar á meðal tillögur um almenna skuldaniðurfellingu fyrir heimilin í landinu sem hefðu þá þegar getað snúið þessari þróun við. Á þær tillögur var ekki hlustað, reyndar voru þær barðar niður með offorsi af vinstri flokkunum. Skýrslan um endurreisn bankanna sem kom út í vor sýndi hins vegar að svigrúmið var til staðar en meðvituð ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafa njóta þess í stað heimilanna.
Þetta má ekki gerast aftur. Framsókn mun á komandi þingi leggja krafta sína í að berjast fyrir aðgerðum í efnahagsmálum sem geta, verði á okkur hlustað í þetta sinn, snúið þróuninni við og gert fólki kleift að ná endum saman á ný. Við höfum þegar lagt fram á þingi ítarlegar tillögur um sókn í atvinnumálum, því heimilin munu ekki losna úr álögum skulda nema ráðist verði í markvissa atvinnuuppbyggingu. En sókn í atvinnumálum verður að fylgja stöðugleiki í efnahagsmálum svo hagur heimila og fyrirtækja nái að dafna og vaxa. Þetta tvennt er forsenda þess velferðarsamfélags sem við viljum og verðum að byggja upp á nýjan leik. Vinna, vöxtur, velferð. Það er leiðin út úr vandanum. Eina leiðin.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar