Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds 29. ágúst 2011 07:00 Katrín Júlíusdóttir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp
Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira