Samgönguráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ræddu hvernig bregðast megi við öskuskýjum frá eldgosum og stjórn flugumferðar í kringum þau á fundi í Reykjavík í gær.
Fundinn sátu samgönguráðherrar Íslands, Finnlands, Svíþjóðar, Eistlands, Litháen og Álandseyja, auk fulltrúa frá Danmörku, Noregi og Lettlandi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Á fundinum var einnig rætt um aukna samvinnu um rannsóknir á umhverfisvænum samgöngum, og aukna áherslu á flutninga á sjó og með járnbrautum.- bj
