Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum 2. september 2011 04:00 Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira