Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri 2. september 2011 03:00 Íslandsbanka í gær Málstofan í gær var hluti af fundaröð sem VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur staðið fyrir.Fréttablaðið/GVA Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira