HIV-faraldur hjá sprautufíklum 3. september 2011 09:00 Mynd úr safni. Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv
Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira