Huang Nubo vill reisa lúxus-hótel við hliðina á Hörpu 3. september 2011 04:15 Áformum um byggingu hótels við Hörpu var slegið á frest í kjölfar hrunsins, en kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo hefur áhuga á því að reisa hótel á reitnum.Fréttablaðið/Vilhelm Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent