Slasaðist illa og hjólið brotnaði í tvennt 3. september 2011 02:30 Guðbjörg Halldórsdóttir með reiðhjólið sem hún var á þegar hún lenti í árekstri við annan hjólreiðamann.Fréttablaðið/anton Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina. „Mér tókst ekki að afstýra árekstri við ungan strák sem kom hjólandi niður brekku. Hann hjólaði á göngustíg og stytti sér leið yfir grasflöt yfir á hjólastíginn sem ég var á. Þarna, eins og víða annars staðar á hjólastígum, var beygja og tré byrgðu einnig sýn. Samferðakona mín sá strákinn á undan mér en hann sá okkur ekki. Við strákurinn skullum saman og ég datt fram fyrir mig og lenti á höfðinu. Sem betur fer var ég með hjálm en ég fékk áverka á háls og brjósthrygg,“ segir Guðbjörg sem kveðst alls ekki vera búin að ná sér eftir slysið. Strákurinn slapp ómeiddur og hjólið hans var óskemmt eftir áreksturinn, að sögn Guðbjargar. Gaffallinn á hennar hjóli brotnaði og hjólið er í raun ónýtt, að því er hún greinir frá. „Þetta sýnir hvað getur gerst þegar hjólað er á miklum hraða. Sjálf var ég ekki á miklum hraða en ég gerði mér ekki grein fyrir hraðanum sem hann var á. Svona slys sýnir að það er margt sem þarf að laga í sambandi við samgönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hjólreiðamenn sýni varkárni og fari eftir umferðarreglum á hjólastígum. „Það eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir hjólreiðamenn um hámarkshraða en þeir þurfa að fara eftir almennum umferðarreglum. Það er algjör nauðsyn til þess að koma megi í veg fyrir slys. Það er orðin mikil umferð á hjólreiðastígunum, alveg eins og á götunum, auk þess sem fólk er farið að hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“ Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði Landspítalans, segir hjólreiðaslys geta verið mjög slæm. „Þetta er allur skalinn, frá minni háttar slysum upp í alvarleg. Það þarf að sýna tillitssemi í þessu eins og öðru. Hjólreiðamenn þurfa að passa sig og passa aðra. Sem betur fer eru flestir með hjálm. Hjálmurinn þarf hins vegar að vera með almennilegu skyggni fram yfir andlitið og vera rétt festur. Það skiptir miklu máli.“ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent