Tímamót í sögu Stígamóta Guðrún Jónsdóttir skrifar 3. september 2011 06:00 Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar