Tugir stórfyrirtækja hafa flúið krónuna 15. september 2011 05:00 Upplýsti á þingi að 37 af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gerðu reikninga sína upp í erlendri mynt.fréttablaðið/stefán Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent