Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi 15. september 2011 02:30 Guðbjartur Hannesson Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira