Fagna hugmyndum um aukinn innflutning 16. september 2011 04:00 Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira