Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar 16. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb
Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira