Almannagjá er eins og svissneskur ostur 16. september 2011 06:00 Umferð er lokað um veginn efst í Almannagjá á meðan hreinsað er upp úr gjánni sem byrjaði sem lítil hola í mars. Mynd/Einar Á. E. Sæmundsen Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent