Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera 17. september 2011 06:30 Starfsmenn reykjavíkurborgar Meðalstarfsaldur starfsmanna borgarinnar er 12,4 ár og meðallaun eru rúm 335 þúsund á mánuði.fréttablaðið/vilhelm Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira