Pólitísk skylda segir Ingibjörg 17. september 2011 03:00 Ósammála Fyrrverandi forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar ber ekki saman um hvers vegna flóttakonum frá Írak var boðið að koma hingað til lands.fréttablaðið/GVA Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í bókinni Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sem kom út í vikunni. Túlkun Ingibjargar á ástæðum þess að flóttakonunum var boðið hingað til lands er ekki í samræmi við sýn Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þau sátu saman í ríkisstjórn þegar ákveðið var að bjóða konunum að koma til landsins sem flóttamenn. Í bókinni er haft eftir Geir að það hafi „fyrst og fremst verið mannúðarmál og litið á það þannig“ að bjóða konunum að koma hingað til lands. Þær komu frá Írak en foreldrar þeirra, ömmur og afar höfðu flúið frá Palestínu og þær voru því ríkisfangslausar. „Ísland bar vitanlega ekki ábyrgð á Íraksstríðinu og ég sá það ekki þannig að verið væri að gefa pólitískar yfirlýsingar með komu hópsins á Akranes,“ segir Geir í bókinni. „Hins vegar vissu allir að í Írak var um að ræða brýnan flóttamannavanda og það var gott að geta hjálpað til við að leysa hann.“ Ingibjörg orðar það öðruvísi: „Í mínum huga var alltaf skýrt að ákvörðunin um flóttafólkið tengdist siðferðilegri ábyrgð og pólitískri skyldu íslenskra stjórnvalda vegna Íraksstríðsins.“- bj Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í bókinni Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sem kom út í vikunni. Túlkun Ingibjargar á ástæðum þess að flóttakonunum var boðið hingað til lands er ekki í samræmi við sýn Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þau sátu saman í ríkisstjórn þegar ákveðið var að bjóða konunum að koma til landsins sem flóttamenn. Í bókinni er haft eftir Geir að það hafi „fyrst og fremst verið mannúðarmál og litið á það þannig“ að bjóða konunum að koma hingað til lands. Þær komu frá Írak en foreldrar þeirra, ömmur og afar höfðu flúið frá Palestínu og þær voru því ríkisfangslausar. „Ísland bar vitanlega ekki ábyrgð á Íraksstríðinu og ég sá það ekki þannig að verið væri að gefa pólitískar yfirlýsingar með komu hópsins á Akranes,“ segir Geir í bókinni. „Hins vegar vissu allir að í Írak var um að ræða brýnan flóttamannavanda og það var gott að geta hjálpað til við að leysa hann.“ Ingibjörg orðar það öðruvísi: „Í mínum huga var alltaf skýrt að ákvörðunin um flóttafólkið tengdist siðferðilegri ábyrgð og pólitískri skyldu íslenskra stjórnvalda vegna Íraksstríðsins.“- bj
Fréttir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira