Skárren ekkert lifir Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. september 2011 06:00 Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun