SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu 27. september 2011 05:00 Vill auka vöruinnflutning Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, segir mikil tækifæri felast í lækkun tolla og vörugjalda sem gæti örvað verslun og atvinnulíf hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira