Ávinningur af útboði ólíklegur 28. september 2011 06:00 Myndin er úr safni. „Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. Að sögn Ríkislögreglustjóra var hluti innkaupa löggæslustofnana árin 2008 til 2011 vegna búnaðar sem getið er í vopnalögum. „Sérstakt leyfi ríkislögreglustjóra þarf til þess að flytja handjárn, kylfur og annan valdbeitingarbúnað til landsins og er búnaðurinn einungis heimill til löggæslustarfa. Ríkislögreglustjóri hefur tæmandi yfirlit yfir hverjir hafa slíka heimild og var leitað eftir tilboðum frá þeim aðilum,“ segir í yfirlýsingunni. Af 7,8 milljóna króna viðskiptum við félagið Landsstjörnuna sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við segir Ríkislögreglustjóri að 4,7 milljónir hafi verið vegna kaupa á ákveðnum tegundum lögreglukylfa. „Vandséð er að samkeppnismarkaður sé til staðar fyrir þær tegundir af kylfum sem lögreglan hefur heimild til notkunar. Því er ólíklegt að útboð hefði leitt til betri niðurstöðu.“ Þá segist Ríkislögreglustjóri ekki gera ágreining um að allar vörurnar í þrennum viðskiptum við félagið Trademark ehf. hafi verið lögregluvörur. Það sé hins vegar áréttað „að um þrenn innkaup hafi verið að ræða á ólíkum vörum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera til löggæslustarfa“. Ríkislögreglustjóri bendir á að lögum samkvæmt sé stofnunum ríkisins ekki óheimilt að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. - gar Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
„Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. Að sögn Ríkislögreglustjóra var hluti innkaupa löggæslustofnana árin 2008 til 2011 vegna búnaðar sem getið er í vopnalögum. „Sérstakt leyfi ríkislögreglustjóra þarf til þess að flytja handjárn, kylfur og annan valdbeitingarbúnað til landsins og er búnaðurinn einungis heimill til löggæslustarfa. Ríkislögreglustjóri hefur tæmandi yfirlit yfir hverjir hafa slíka heimild og var leitað eftir tilboðum frá þeim aðilum,“ segir í yfirlýsingunni. Af 7,8 milljóna króna viðskiptum við félagið Landsstjörnuna sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við segir Ríkislögreglustjóri að 4,7 milljónir hafi verið vegna kaupa á ákveðnum tegundum lögreglukylfa. „Vandséð er að samkeppnismarkaður sé til staðar fyrir þær tegundir af kylfum sem lögreglan hefur heimild til notkunar. Því er ólíklegt að útboð hefði leitt til betri niðurstöðu.“ Þá segist Ríkislögreglustjóri ekki gera ágreining um að allar vörurnar í þrennum viðskiptum við félagið Trademark ehf. hafi verið lögregluvörur. Það sé hins vegar áréttað „að um þrenn innkaup hafi verið að ræða á ólíkum vörum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera til löggæslustarfa“. Ríkislögreglustjóri bendir á að lögum samkvæmt sé stofnunum ríkisins ekki óheimilt að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. - gar
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira