Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns 29. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv
Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira