Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum 29. september 2011 06:00 Steinunn Gyðu- og guðjónsdóttir Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira