Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra 29. september 2011 06:30 Skilunardeild 13B nýrnadeild Landspítali-háskólasjúkrahús Hringbraut Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira